Skilmálar:

 • Vefmundur.is (Filmís Hönnunarstofa slf.) áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
 • Allir vefir sem keyptir eru hjá vefmundur.is eru í mánaðarlegri þjónustu / áskrift og því er ekki hægt að færa vefsíður annað og verða vefir þar af leiðandi alltaf í hýsingu hjá Vefmundi (Filmís Hönnunarstofa slf.)
 • Vefmundur sér um uppsetningu á vefsíðu og hefst uppsetning þegar efni hefur verið sent inn frá viðskiptavini á þar til gerðu formi eða með tölvupósti. Allar upplýsingar varðandi formið er sent í tölvupósti um leið og kaup hafa átt sér stað.
 • Upphaf þjónustu miðast við þann dag er vefsíða er keypt í vefverslun eða á þeim degi sem viðskiptavinur skilar inn útfyllingarformi eða efni í gegnum tölvupóst og greiðir viðskiptavinur fyrir þjónustuna frá þeim degi.
 • Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
 • Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
 • Um leið og kaup hafa átt sér stað í vefverslun er sendur tölvupóstur með kvittun fyrir kaupunum ásamt leiðbeiningum um næstu skref.
 • Það getur tekið allt að 5-8 virka daga að setja upp vefinn og sendur verður tölvupóstur um leið og uppsetningu er lokið.
 • Ef staðgreiðsluleið er valin þar sem uppsetningargjald er staðgreitt er hægt að segja upp þjónustu hvenær sem er, en riftun samnings þarf að eiga sér stað í síðasta lagi 5 dögum fyrir komandi mánaðarmót. Ef uppsögn berst síðar en 5 dögum fyrir mánaðarmót þarf að greiða fyrir næsta mánuð.
 • Ef dreifileið er valin þar sem uppsetningargjaldi er dreift á 10 mánuði er kaupandi skuldbundinn í 10 mánuði. Eftir 10 mánuði gilda sömu uppsagnarákvæði og í staðgreiðsluleið.
 • Vefmundur.is (Filmís Hönnunarstofa slf.) ber enga ábyrgð á því efni sem kaupandi afhendir til uppsetningar né þeim breytingum sem kaupandi gerir á sinni vefsíðu eftir að uppsetningu er lokið.
 • Vefmundur.is (Filmís Hönnunarstofa slf.) ber enga ábyrgð á því efni sem kemur fram á vefsíðu kaupanda.
 • Vefsíður keyptar á vefmundur.is eru á ábyrgð viðskiptavinar eftir uppsetningu og tjón sem valdið er af þriðja aðila er ekki á ábyrgð Vefmundar (Filmís Hönnunarstofa slf.), það á við netárasir, vírusa og annan skaða sem utanaðkomandi aðilar geta mögulega valdið.
 • Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir keypta vefi. Ef um gallaðan vef er að ræða með sannanlegum hætti, þá skal hafa samband við Vefmund.is og við munum setja upp nýjan vef og ábyrgjumst að allir fái vef sem virkar. Ef ekki tekst að útvega vef sem virkar þá á kaupandi rétt á endurgreiðslu að fullu.
 • Hægt er að greiða með kortum og allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. 
 • Vefmundur áskilur sér þann rétt að slökkva á vefsíðum sem eiga ógreidda reikninga frá okkur fyrir uppsetningu og/eða mánaðargjaldi, þar sem að liðið hefur meira en mánuður frá eindaga.
 • Vefmundur.is er í eigu og er rekið af Filmís Hönnunarstofa slf. - Kennitala: 710817-0300 - Virðisaukaskattsnúmer: 129273
 • Með því að kaupa vef í vefverslun eða skila inn útfyllingaformi fyrir vef hefur viðkomandi samþykkt þessa skilmála.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.