Vefútlit

Veldu þér vefútlit og við sjáum um restina!

Hér getur þú séð hvaða vefútlit eru í boði og valið það sem hentar þér best. Öll eru þau snjallsíður sem stækka sig og minnka fyrir mismunandi skjástærðir.

Hvert vefútlit bíður upp á 2-6 valmyndatakka með ýmsum gagnlegum eiginleikum, en allar valmyndir og upplýsingakassar eru valfrjálsir. Hægt er að bæta við valmyndarflipum gegn aukagjaldi.

Allt efni inn á vefsíðunum er sýningarefni til þess að gefa betri mynd á hvernig vefsíðan getur litið út, sem verður svo skipt út fyrir þær myndir og texta sem þú sendir okkur. 

Við sjáum um alla vinnuna við uppsetningu á vefsíðunni og á meðan getur þú einbeitt þér að öðru. Vefirnir eru byggðir á notendavænu kerfi svo auðvelt er fyrir viðskiptavini okkar að breyta myndum, textum og efni síðar.
Vefútlit 1
Nútímaleg vefsíða með stílhreinni hönnun, fyrir fyrirtæki sem vilja kynna þjónustu sína í þaula. Allir valmyndarflipar eru að sjálfsögðu valfrjálsir ef maður vill hafa minna efni inn á.
Vefútlit 2
Ertu að leita þér að ,,nafnspjaldasíðu"?
Einföld og hentug síða fyrir þá sem eru með lítið efni. Hægt er að hafa sömu síðuna á mismundandi tungumálum.
Vefútlit 3
Virkilega stílhrein og tímalaus vefsíða sem hentar vel fyrir flesta. Hægt er að bæta við valmyndarhnapp til að bæta við myndum, þér að kostnaðarlausu sé þess óskað.
Vefútlit 3
Stílhrein og nútímaleg vefverslun með öllum helstu eiginleikum sem góð vefverslun þarf að búa yfir. Vefverslunin notar örugga greiðslugátt frá Korta.

Búin/nn að ákveða þig?

Fáðu betri vef á betra verði, þú getur valið um staðgreiðslu eða dreifileið.